Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. desember 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deschamps: Riðill Argentínu gæti valdið okkur áhyggjum
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í riðla á HM í Rússlandi í dag. Frakkland dróst með Perú, Danmörku og Ástralíu í C-riðil. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, er sáttur með riðilinn en óttast framhaldið.

Ef Frakkland kemst áfram er möguleiki á því að mótherjinn verði Argentína í 16-liða úrslitum. Mótherjinn getur svo sem líka verið Króatía, Ísland eða Nígería.

Staðan er nefnilega þannig að liðin sem fara upp úr D-riðli á HM mæta liðum úr C-riðli í 16-liða úrslitunum.

Um er að ræða krossspil, ef svo má að orði komast, en liðið í 1. sæti mætir liðinu úr 2. sæti í C-riðli og öfugt.

„Þetta hefði getað farið miklu verr," sagði Deschamps aðspurður út í riðilinn hjá Frökkum. „Við höfum oft mætt Danmörku og spiluðum nýlega við Ástralíu í æfingaleik."

„Það mikilvægasta núna er að fylgjast með andstæðingum okkar í mars þegar það eru vináttulandsleikir."

„Við verðum að sýna okkar bestu takta á mótinu. Sá riðill sem getur valdið okkur áhyggjum, er riðillinn með Argentínu. Þú getur samt alltaf forðast það að mæta Argentínu. Við tökum skref fyrir skref."

Sjá einnig:
Ísland gæti mætt Frakklandi eða Danmörku ef liðið fer áfram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner