Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. desember 2017 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona: Frekar einfaldur riðill
Maradona hjálpaði við að draga í dag.
Maradona hjálpaði við að draga í dag.
Mynd: Getty Images
„Ég held að þetta sé frekar einfaldur riðill," sagði argentíska goðsögnin Diego Maradona þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi á þessum merka föstudegi.

Maradona aðstoðaði við dráttinn, en þegar búið var að draga var hann spurður út í riðli Argentínu.

Argentína er í riðli með Nígeríu, Króatíu og síðan en ekki síst, Íslandi!

Eins og sést hér að ofan sagði Maradona að riðillinn væri einfaldur, en bætti því þó einnig við að Argentína verði að spila betur en í undanförnum leikjum. Argentína rétt komst inn á HM, en Lionel Messi tók það í sínar hendur að koma liðinu á mótið.

Sjá einnig:
Messi sá til þess að Argentína verður á HM - Síle situr eftir

„Við verðum að bæta okkur. Við getum ekki spilað mikið verr en við gerðum í undankeppninni," bætti Maradona við.



Athugasemdir
banner
banner
banner