Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. desember 2017 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riðill Íslands í miðjumoði hvað varðar styrkleika
Samkvæmt styrkleikalista FIFA
Ísland er í mjög erfiðum riðli.
Ísland er í mjög erfiðum riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef tekið er mark á styrkleikalista FIFA er Ísland í fjórða sterkasta riðlinum á HM í Rússlandi næsta sumar.

Ísland er með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli.

Argentína er í fjórða sæti heimslistans, Króatía er í 17. sæti, Ísland í 22. sæti og Nígería er í sæti númer 50. Þetta gefur meðaltalið 23,25.

Riðlarnir eru allir frekar jafnir, fyrir utan A-riðil, ef meðaltal er tekið. Sterkasti riðilinn er C-riðillinn með Frökkum Dönum, Ástralíu og Perú og þar næst kemur E-riðill með Brasilíu, Sviss, Kosta-Ríka og Serbíu.

Langveikasti riðillinn er A-riðillinn með gestgjöfum Rússa, Sádí-Arabíu, Egyptalandi og Úrúgvæ.

Þetta er eins og áður segir ef mið er tekið af styrkleikalista FIFA, en mörgum fjölmiðlamönnum og öðrum sem fylgjast með fótbolta er Ísland í erfiðasta riðli mótsins, dauðariðlinum.






Athugasemdir
banner
banner
banner