Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 02. janúar 2017 15:40
Magnús Már Einarsson
Heimir: Upphæðirnar eru kolvitlausar og mjög skrýtnar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mikið pússluspil, eins og yfirleitt á þessum tíma," sagði Heimir Hallgrímsson í viðtali við Fótbolta.net eftir að hann tilkynnti hópinn sem er á leið til Kína á æfingamót.

Fáir af fastamönnum landsliðsins fengu leyfi frá sínum félögum til að taka þátt í þessu verkefni og alls eru sjö nýiðar í hópnum. Heimir segir gott að fá tvo leiki í Kína til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri en vanalega.

„Í velgegni gleymist framtíðin oft. Hún kemur, þó að það sé að ganga vel í augnablikinu. Þessir leikir sem við höfum leikið undanfarin 4-5 ár hafa allir verið hálfgerðir úrslitaleikir svo við höfum ekki geta gert tilraunir og gefið mönnum tækifæri. Þarna er góður séns á að gefa mönnum tækifæri á að sýna sig."

„Þessi verkefni hafa gefið okkur 1-2 leikmenn inn í hópinn í mótsleikjum. Þeir hafas stimplað sig inn og staðið sig vel og komist í hóp í mótsleikjum. Við óskum eftir því líka í þessum verkefnum. Í tilfelli Jóns Daða og Theodórs Elmars hoppuðu þeir beint inn í byrjunarliðið og við vonum að einhverjir leikmenn stimpli sig inn. Við erum með marga leikmenn sem voru í U21 árs liðinu og þeir ættu að geta sýnt hvað þeir geta."

Gífurlegir peningar eru í kínverska boltanum og uppgangur er í fótboltanum þar í landi.

„Við spilum á velli kínversku meistaranna. Þetta er 60 þúsund manna völlur og það verður allt stappað. Það verður mikið umstang í kringum kínverska landsliðið og Marcelo Lippi (þjálfara Kína) og það verður gaman að fá að taka þátt í þessu. Þetta er mjög stórt, sérstaklega fyrir þá sem eiga enga landsleiki að baki."

Kinversk félög hafa verið að borga leikmönnum ótrúlegar fjárhæðir fyrir að koma í deildina þar í landi. Margir af launahæstu leikmönnum heims spila í Kína í dag.

„Upphæðirnar eru kolvitlausar og mjög skrýtnar. Þær eru svolítið að skemma fótboltann en þetta sýnir metnað Kínverja. Þeir vilja vera fljótir að bæta sig og fá góða leikmenn í deildina til að spila með sínum mönnum. Þeir eru að ráða til sín bestu þjálfara í heimi því að þeir vilja að sínir leikmenn fái góða þjálfun. Þetta sýnir þeirra metnað."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner