Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. mars 2015 14:45
Magnús Már Einarsson
Líklegt að Blikar semji við Bosníumanninn
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt er að Breiðbliki semji við bosníska framherjann Ismar Tandir en þetta staðfesti Arnar Grétarsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Ismar er í U21 árs landsliði Bosníu en hann var á reynslu hjá Blikum á dögunum þar sem hann spilaði meðal annars í æfingaleikjum gegn KR og Fylki.

,,Heilt yfir vorum við sáttir með hann. Við ætlum að skoða þetta, spjalla við umboðsmann hans og sjá hvað er hægt að gera. Þetta skýrist örugglega í dag eða á morgun," sagði Arnar.

Ismar er 196 cm á hæð en hann hefur meðal annars verið á mála hjá yngri liðum Red Bull og varaliði Sochoux í Frakklandi. Ismar hefur spilað með öllum yngri landsliðum Bosníu enda eru foreldrar hans þaðan.

Blikar seldu á dögunum framherjann öfluga Árna Vilhjálmsson til Lilleström og þá fór Elfar Árni Aðalsteinsson í KA. Blikar vonast til að fá Ismar til að fylla skarð þeirra sem og einn annan leikmann í sóknarlínuna.

,,Við ætlum að reyna að fá framherja og einn annan framliggjandi leikmann. Það er planið að fá tvo leikmenn inn," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner