Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 02. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Pellegrini: Töpuðum ekki út af uppstillingunni
Pellegrini neitaði að kenna uppstillingunni um.
Pellegrini neitaði að kenna uppstillingunni um.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, vildi ekki kenna 4-4-2 uppstillingu sinni um 2-1 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þeir Fernandinho og Yaya Toure lentu í miklum vandræðum á miðri miðjunni þegar þeir Philippe Coutinho og Adam Lallana duttu niður til að tengja saman miðju og sókn, en heimamenn á Anfield réðu lögum og lofum á löngum köflum - sérstaklega í seinni hálfleik.

,,Uppstillingin var ekki vandamálið. Vandamálið er að við erum að tapa of mörgum stigum," sagði Pellegrini.

,,Við fórum að missa boltann of oft frá okkur, en Milner spilaði vel þegar hann kom inn á. Dzeko lagði mikið á sig í seinni hálfleik svo hann varð að fara út af."

,,Liverpool skoraði tvö gullfalleg mörk. Það var ómögulegt fyrir Joe Hart að verja þessi skot."


Athugasemdir
banner
banner
banner