Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. mars 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Segir orðspor Pellegrini hafa beðið hnekki
Quinn skaut á Pellegrini.
Quinn skaut á Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Niall Quinn, fyrrum leikmaður Manchester City og írska landsliðsins, segir að Manuel Pellegrini hafi skemmt orðspor sitt með spilamennsku City gegn Barcelona og Liverpool í síðustu leikjum.

Pellegrini kaus að spila með tvo framherja í báðum leikjum og tapaði þeim báðum - nú síðast 2-1 gegn Liverpool í gær.

,,Þeir gerðu sjálfum sér enga greiða með uppstillingunni," sagði Quinn við Sky Sports.

,,Hann hefur ekki aðlagast breyttu gengi liðsins né aldurssamsetningu. Hann var frábær kostur í stjórastarfið, hann slökkti alla elda og kom af stað samhæfingu milli þessara frábæru leikmanna og bjó til lið."

,,En hann verður að aðlagast og breyta hlutunum þegar þeir þurfa að breytast. Það hefur Brendan Rodgers gert frábærlega. Rodgers yfirspilaði hann með sínu kerfi og lét 4-4-2 kerfi Pellegrini líta út fyrir að vera gamalt og lélegt."

,,Orðspor hans hefur beðið hnekki og hann gerði það enn verra með því að reyna að verja ákvörðun sína í viðtali. Hann verður að læra að aðlagast og spila með einn framherja."


Athugasemdir
banner
banner
banner