Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. mars 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Þrír úr Liverpool
Philippe Coutinho hefur verið magnaður.
Philippe Coutinho hefur verið magnaður.
Mynd: Getty Images
Þetta var góð helgi fyrir Chelsea sem vann enska deildabikarinn og hélt fimm stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Liverpool gátu heldur betur fagnað eftir glæsilegan sigur gegn Manchester City.

Það er komið að því að skoða úrvalslið helgarinnar en það er að þessu sinni úr smiðju Garth Crooks hjá BBC.



Ben Foster markvörður West Brom hélt marki sínu hreinu gegn Southampton þar sem 1-0 sigur vannst. Ashley Young er í bakverðinum eftir sigur Manchester United gegn Sunderland en Young hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Louis van Gaal tók við.

Chelsea vann enska deildabikarinn með 2-0 sigri gegn Tottenham þar sem John Terry fór fyrir sínum mönnum. Við hlið hans í miðverðinum er Martin Skrtel sem var frábær í vörn Liverpool sem vann Manchester City.

Cesar Azpilicueta fékk höfuðhögg í úrslitaleik deildabikarsins en mætti aftur út á völlinn til að hjálpa Chelsea að lyfta fyrsta bikar tímabilsins.

Jordan Henderson skoraði glæsilegt mark fyrir Liverpool og Kurt Zouma var frábær sem djúpur miðjumaður hjá Chelsea í fjarveru Nemanja Matic sem tók út leikbann.

Jason Puncheon átti frábæran leik fyrir Crystal Palace og fór ansi illa með West Ham. Philippe Coutinho heldur áfram að sýna snilli sína og skoraði sigurmarkið gegn City. Wayne Rooney reyndis gulls ígildi fyrir United og Glenn Murray skoraði í tvígang fyrir Crystal Palace. Hann er í liðinu þrátt fyrir að hafa einnig fengið rautt.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner