Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 02. mars 2018 19:54
Ingólfur Stefánsson
Glódís: Náum ekki að klukka þær
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Japan í dag. Glódís segir að það sé margt sem íslenska liðið þurfi að laga fyrir næsta leik.

„Við lendum í eltingarleik í fyrri hálfleik og náum ekki að klukka þær. Við höfum talað um að vera annaðhvort í hápressu eða lágpressu en við lendum í því að vera á milli."

„Í seinni hálfleik fáum við kraft og náum að stíga upp í þær og loka svæðum og náum betri tökum á varnarleiknum."


Glódís jafnaði metinn fyrir Ísland í síðari hálfleik en Japanir tryggðu sér sigurinn með marki undir lok leiksins.

„Við fáum skítamark á okkur úr horni sem á bara ekki að gerast og við verðum að laga það."

Freyr Alexandersson þjálfari Íslands gerði tíu breytingar á liðinu fyrir leikinn og gaf ungum leikmönnum tækifæri.

„Þetta var stærsti leikur sem margar þeirra eru að spila og öðruvísi tempó en þær eru vanar. Við hefðum samt vonast til þess að þetta væri aðeins betra og við lögum það strax í næsta leik," sagði Glódís.

Ísland mætir Evrópumeisturum Hollands í næsta leik. Holland vann Japan 6-2. Glódís er spennt fyrir viðureigninni.

„Það verður bara gaman, Evrópumeistarar og við fáum hörkuleik og við verðum að mæta með kassann upp og spila 100% varnarleik."
Athugasemdir
banner
banner
banner