Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. apríl 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Alex Scott: Glatað að senda ekki lið á Ólympíuleikana
Mynd: Getty Images
Alex Scott, hægri bakvörður kvennaliðs Arsenal og enska landsliðsins, er ósátt með þá ákvörðun að Bretar fái ekki að senda landslið á Ólympíuleikana.

Bretar tefldu fram karla- og kvennalandsliði á síðustu Ólmypíuleikum í London en nú neita aðildarlönd Bretlands að taka þátt í sameiginlegu landsliði með Englandi.

Norður-Írar, Skotar og Walesverjar hafa hafnað þeirri tillögu að sameina landslið sín með því enska og tefla þannig fram bresku landsliði.

,,Þetta er eins og að missa af risastóru tækifæri. Í kvennaboltanum er litið á Ólympíuleikana sem stórmót, sem er ekki síðra heldur en EM eða HM," sagði Scott við BBC Radio 5 live.

,,Fyrir okkur er þetta tækifæri til að spila gegn allra bestu landsliðum heims og kveikja á áhuga á kvennaboltanum í þessu landi."

Scott, sem er 30 ára, á 122 landsleiki að baki og skilur ekkert í því að það sé ekki hægt að senda kvennalandslið.

,,Ég skil sjónarhornið hjá körlunum, þar er mikil pólitík og miklir peningar sem spila inn í ákvörðunina um að senda ekki sameiginlegt lið. Í kvennaboltanum er það einfaldlega nauðsynlegt að mæta á stórmót til að koma sér, og íþróttinni í heimalandinu, á framfæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner