Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 02. apríl 2015 08:15
Ívan Guðjón Baldursson
Bandarískir þingmenn sendu FIFA opið bréf
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið.
John McCain, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið.
Mynd: Getty Images
Þrettán bandarískir þingmenn skrifuðu undir opið bréf til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Bréfið snýst um að FIFA eigi ekki að halda HM 2018 í Rússlandi vegna stöðugra mannréttindabrota í landinu og innrásarinnar í Úkraínu.

Þingmenn Repúblikana og Demókrata hafa skrifað undir bréfið og þar má helst nefna John McCain sem var í framboði gegn Barrack Obama í forsetakosningunum 2008.

,,Eins og þið vitið er næstum liðið heilt ár frá því þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu," stendur í bréfi þingmannanna.

,,Að halda mótið í Rússlandi er óviðeigandi og ýtir undir stjórn Vladimir Putin þegar það ætti að fordæma stjórn hans."

Í bréfinu segir einnig að yfir 40 lönd hafa sett viðskiptahöft á Rússland vegna stríðsins. Tæpur helmingurinn af þeim 32 liðum sem tóku þátt á HM í Brasilíu hefur sett viðskiptahöft á Rússland.

,,Markmiðið okkar er að enda kreppuna í Úkraínu og tryggja öruggt og gott mót."

Delia Fischer, talskona FIFA, segir Alþjóðaknattspyrnusambandið ekkert skipta sér af heimspólitík og býst við að HM geti vonandi hjálpað þjóðunum að leysa úr sínum ágreiningsmálum.
Athugasemdir
banner
banner