Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. apríl 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Leikmenn sendir á námskeið eftir kynferðisbrotamál
Mynd: Getty Images
Brighton and Hove Albion er fyrsta félagið á Englandi sem sendir leikmenn sína í sérstakt námskeið vegna kynferðisbrota.

Fjórir leikmenn liðsins voru kærðir fyrir kynferðisbrot gegn 19 ára konu en voru svo sýknaðir í maí 2013.

Sálfræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður stýra námskeiðinu sem hefur það að markmiði að kenna leikmönnum að greina nákvæmlega hvenær samþykki fyrir einhverju kynferðislegu hefur verið veitt og hvenær ekki.

Rannsóknarlögreglumaðurinn fer í gegnum lögin kringum kynferðisbrot á meðan sálfræðingurinn útskýrir siðlegu hliðarnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner