Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. apríl 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn í dag - Blikar geta náð toppsætinu
Blikar eru í toppbaráttu við Fylki.
Blikar eru í toppbaráttu við Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er nóg um að vera í Lengjubikar karla í dag þar sem átta leikir eru á dagskrá hér á landi.

Tveir leikir eru í A-deild bikarsins, einn í B-deild og hinir fimm eru allir í C-deildinni.

Blikar komast á topp riðils 1 í A-deild með sigri gegn stigalausu botnliði riðilsins, BÍ/Bolungarvík, sem er ekki búið að skora stakt mark fyrstu sex umferðir mótsins.

Í riðli 2 getur KA blandað sér í toppbaráttuna með sigri á Gróttu, sem þarf tvo sigra úr tveimur síðustu leikjunum til að eiga möguleika á þriðja sætinu.

Magni er á botni riðils 3 í B-deild eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum. Magni á leik við KF sem er stigi ofar eftir tvær umferðir.

Lengjubikar karla A-deild riðill 1:
11:00 Breiðablik - BÍ/Bolungarvík (Fífan)

Lengjubikar karla A-deild riðill 2:
13:00 KA - Grótta (Boginn)

Lengjubikar karla B-deild riðill 3:
15:00 Magni - KF (Boginn)

Lengjubikar karla C-deild riðill 2:
14:00 Stokkseyri - KFS (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar karla C-deild riðill 3:
13:00 KB - Kormákur/Hvöt (Leiknisvöllur)

Lengjubikar karla - C-deild riðill 4:
14:00 Léttir - Kári (Hertz völlurinn)
14:00 Skínandi - Snæfell (Samsung völlurinn)

Lengjubikar karla - C-deild riðill 5:
14:00 Þróttur V. - Hvíti riddarinn (Reykjaneshöllin)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner