Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 02. apríl 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Margrét Lára: Það erfiðasta sem ég hef gert
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er yndislegt og frábær tilfinning. Það er gaman að vera með stelpunum og ekki síðra að spila fótbolta," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Margrét Lára er mætt í íslenska landsliðshópinn á nýjan leik eftir að hafa verið fjarverandi í fyrra vegna barneigna. Margrét snéri aftur í landsliðshópinn á Algarve mótinu á dögunum þar sem hún spilaði meðal annars á miðjunni.

,,Ég er í hálfgerðu tíu hlutverki fyrir framan miðjuna og fíla þetta vel. Eftir því sem maður eldist verður maður klárari spilari og maður getur nýtt það á miðjunni með því að skapa sér svæði og fá boltann í fætur. Mér finnst það gaman og það verður gaman að spila þessa stöðu þegar á líður," sagði Margrét sem er alltaf að komast í betra og betra form.

,,Þetta er búið að taka tíma og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert að koma til baka eftir barnsburð, bæði andlega og líkamlega. Mér finnst ég vera að taka skref í rétta átt á hverjum degi. Tímabilið byrjar úti í Svíþjóð á næstunni og ég vonast til að nálgast mitt besta form um mitt sumar."

Frítt er á leikinn á laugardag en flautað verður til leiks klukkan 14:00 í Kórnum.

,,Það er frí í öllum skólum þannig að fólk hefur enga ástæðu til að mæta ekki á leikinn. Vonandi náum við að fylla Kórinn og hafa gaman saman. Það er búið að gagnrýna okkur aðeins fyrir að skora ekki og það væri gaman að pota inn einum eða tveimur mörkum og vinna Hollendingana á laugardaginn."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner