Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 02. maí 2015 22:33
Brynjar Ingi Erluson
„Delph er besti miðjumaður landsins í augnablikinu’’
Fabian Delph
Fabian Delph
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Aston Villa á Englandi, heldur því fram að Fabian Delph, leikmaður liðsins, sé besti miðjumaður landsins í augnablikinu.

Delph var magnaður í 3-2 sigri liðsins á Everton í dag en Christian Benteke gerði tvö mörk á meðan Tom Cleverley gerði eitt.

Enski miðjumaðurinn hefur verið stórkostlegur á þessari leiktíð og hefur það skilað honum sæti í enska landsliðinu en Sherwood telur að hann sé besti miðjumaðurinn í deildinni.

„Fabian Delph sýndi í dag að hann er besti miðjumaður landsins í augnablikinu. Ég er enn að bíða eftir einhver bendi mér annan sem er betri en Delph,’’ sagði Sherwood.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner