lau 02. maí 2015 18:24
Magnús Már Einarsson
England: Van Persie misnotaði vítaspyrnu í tapi Man Utd
Van Persie misnotaði vítaspyrnu.
Van Persie misnotaði vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 0 - 1 West Brom
0-1 Jonas Olsson ('63 )
0-1 Robin van Persie ('74 , Misnotað víti)

Manchester United bauð Liverpool aftur inn í baráttuna um Meistaradeildarsæti eftir 1-0 tap gegn WBA í dag. Man Utd var meira með boltann en náði ekki að skora á heimavelli í dag.

Eina markið kom eftir rúmlega klukkutíma en Chris Brunt þrumaði átti þá þrumsukot úr aukaspyrnu sem fór af samherja hans Jonas Olsson og í netið.

Manchester United fékk kjörið tækifæri til að jafna ellefu mínútum síðar eftir að Saido Berahino fékk boltann í hendina á vítateigslínu og vítaspyrna var dæmd.

Robin van Persie tók spyrnuna en Boaz Myhill varði vel í marki WBA. Pressa Man Utd undir lokin dugði ekki til og WBA krækti í stigin þrjú og gulltryggði nánast sæti sitt í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Man Utd er eftir leikinn með 65 stig, þremur stigum á undan Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Man Utd er með 24 í plús í markatölu en Liverpool 11.

Lokaleikir Man Utd:
Crystal Palace - Man Utd
Man Utd - Arsenal
Hull - Man Utd

Lokaleikir Liverpool:
Chelsea - Liverpool
Liverpool - Crystal Palace
Stoke - Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner