lau 02. maí 2015 17:54
Magnús Már Einarsson
Er John Carver versti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar?
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Sky
John Carver, stjóri Newcastle, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við Newcastle af Alan Pardew í janúar.

Síðan þá hefur Newcastle einungis unnið tvo af 16 leikjum sínum og í dag steinlá liðið gegn Leicester.

Newcastle hefur sogast niður í fallbaráttuna og stuðningsmenn liðsins vilja sjá Carver taka pokann sinn sem fyrst.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Carver sé með versta árangur stjóra í sögu úrvalsdeildarinnar og hann er eftir tapið í dag kominn á topp 14 á þeim óeftirsóknaverða lista.

Hér til hliðar má sjá listann hjá Sky en Carver gæti farið ofar á listanum um næstu helgi ef Newcastle gengur illa gegn WBA.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner