Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. maí 2015 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus ítalskur meistari fjórða árið í röð
Gianluigi Buffon, Leonardo Bonucci og Andrea Barzagli fagna í dag
Gianluigi Buffon, Leonardo Bonucci og Andrea Barzagli fagna í dag
Mynd: Getty Images
Juventus varð í dag ítalskur meistari í fjórða sinn í röð eftir að hafa lagt Sampdoria að velli með einu marki gegn engu. Liðið er nú 17 stigum á undan Lazio sem situr í öðru sæti deildarinnar.

Arturo Vidal skoraði eina mark leiksins í dag á 32. mínútu en Juventus þurfti einungis eitt stig í dag til þess að sigra deildina.

Juventus hefur verið magnað undanfarin ár eða allt frá því Antonio Conte tók við liðinu árið 2011 en ekkert lið virðist eiga roð í Juventus.

Liðið getur því andað léttar núna og einbeitt sér að undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu sem hefjast á þriðjudag er liðið mætir Real Madrid.

Titillinn sem liðið vann í dag var 31. í sögu liðsins en félagið gæti þó fengið tvo deildartitla til baka sem teknir voru af liðinu í kringum Calciopoli-skandalinn árið 2006.

Úrslit og markaskorarar:

Sassuolo 0 - 0 Palermo

Sampdoria 0 - 1 Juventus
0-1 Arturo Vidal ('32 )
Athugasemdir
banner
banner
banner