lau 02. maí 2015 20:00
Fótbolti.net
Rúnar Már velur sitt draumalið
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin verður flautuð á um helgina og er Draumaliðsdeildin komin á fulla ferð en það er Brammer sem býður þér upp á deildina. Í Draumaliðsdeildinni er hægt að setja saman úrvalslið, safna stigum og keppa við vini og vandamenn í enkadeildum.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu deildarinnar og velja þitt lið

Við fengum Rúnar Má Sigurjónsson leikmann GIF Sundsvall til að opinbera sitt draumalið.

„Liðið mitt heitir 550 sem er póstnúmerið á fallegasta stað landsins, Sauðárkróki. Verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst neitt með boltanum heima í vetur svo ég veit lítið hverjir eru að fara byrja og hverjir eru búnir að vera góðir. Ef allt fer í rugl þá splæsi ég í wildcardið eftir fyrstu umferð! Ég spila free flowing 3-4-3 sem ég tel hentugast til að hala inn stigum," sagði Rúnar Már um liðið en það má sjá hér að neðan.


Markmaður: Ég er með Róbert Örn í markinu. Ég tippa á að FH verði Íslandsmeistari þannig þeir fá ekki mörg mörk á sig. Róbert skilar sínu og svo eru þeir með trausta vörn líka, góð blanda.

Varnarmenn: Hinn trausti Hörður Árna er vinstra megin, held að hann hafi aldrei gert mistök. Hann verður duglegur að leggja upp líka. Í miðjunni er Pétur Viðars, heldur hreinu, skorar eitt og eitt og má sleppa spjöldum. Hægra megin er svo Rasmus C. Treysti á nokkur hrein lök og nokkur mörk frá honum.

Miðjumenn: Á vinstri er Pablo P. Lúnkinn, leggur upp og skorar, bind miklar vonir við hann eftir tímabilið í fyrra. Á hægri er Andrés Már, vona að hann sé á hægri í 4-3-3 hjá Fylki og þá ætti hann að skila inn stigum reglulega. Á miðri miðjunni er Jacob S. Veit ekkert um hann en hef lesið að þetta sé hörku spilari og með honum er Arnþór Ari sem ætti að skila einhverjum frammistöðum.

Framherjar: Þessir þurfa að standa sig. Er með Glenn og Jeppe sem voru góðir í fyrra en það gefur þeim ekkert í ár, verð fljótur að skipta þeim ef þeir standa sig ekki. Svo er ég með Jeremy S með þeim, er það ekki aukaspyrnugæjinn? Ég vona það og að hann skili stigum, ef ekki þá er það skipting.

Vill bæta því við að ef ég ætti að velja þjálfarateymi þá myndi ég velja Kristján Guðmunds og Frey Alexanders, eitruð blanda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner