Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2015 19:52
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Ronaldo sá til þess að Real fékk stigin þrjú
Cristiano var í hörkustuði.
Cristiano var í hörkustuði.
Mynd: Getty Images
CR7 var í glimrandi stuði þegar Real Madrid heimsótti Sevilla í La Liga í kvöld. Hann skoraði þrennu í æsispennandi leik sem Real vann 3-2.Hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins en Carlos Bacca minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik.

Ronaldo bætti við þriðja markinu á 68. mínútu en heimamenn eru í fimmta sæti og í harðri Evrópubaráttu svo þeir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í 3-2.

Lokakaflinn var æsispennandi og Sevilla komst nálægt því að jafna en boltinn lak naumlega framhjá markstönginni.

Eftir 35 umferðir er Real Madrid með 85 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Barcelona. Atletico Madrid gerði jafntefli í dag og er í þriðja sæti með 76 stig.

Sevilla 2 - 3 Real Madrid
0-1 Cristiano Ronaldo ('35 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('37 )
1-2 Carlos Bacca ('45 , víti)
1-3 Cristiano Ronaldo ('68 )
2-3 Vicente Iborra ('79 )

Atletico Madrid 0 - 0 Athletic
Rautt spjald: Unai Bustinza, Athletic ('90)


Athugasemdir
banner
banner