Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. maí 2015 19:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Blackpool eyðilögðu síðasta leikinn
Karl Oyston er óvinsælasti maðurinn í Blackpool.
Karl Oyston er óvinsælasti maðurinn í Blackpool.
Mynd: Getty Images
Flauta þurfti leik Blackpool og Huddersfield af í lokaumferð Championship deildarinnar í dag.

Blackpool er löngu fallið úr deildinni og stuðningsmenn liðsins eru brjálaðir út Karl Oyston formann félagsins.

Stuðningsmennirnir voru með mikil mótmæli fyrir leikinn gegn Huddersfield í dag og á 48. mínútu, þegar staðan var markalaus, komu hundruðir stuðningsmanna hlaupandi inn á völlinn.

Stuðningsmennirnir öskruðu í átt að sætum stjórnarmanna og kveiktu í flugeldum.

Eftir hálftíma ákvað dómarinn að blása leikinn af út af öryggisástæðum.

Ekki er ljóst hvort að leikurinn verði endurtekinn eða ekki en úrslitin skipta hvorki máli fyrir botnlið Blackpool eða Huddersfield sem er í 16. sæti.

Tímabilið hjá Blackpool hefur verið eins og hryllingsmynd frá upphafi til enda en félagið náði varla í lið í byrjun móts. Karl Oyston formaður hefur verið kærður fyrir að senda stuðningsmönnum dónaleg skilaboð og hann er gífurlega óvinsæll.

Blackpool var í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2010/2011 en síðan þá hefur allt gegnið á afturfótunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner