mán 02. maí 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 5. sæti
Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín er lykilmaður.
Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristinn Þór Rósbergsson hleður í skot.
Kristinn Þór Rósbergsson hleður í skot.
Mynd: Rósberg Óttarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. Magni 150 stig
6. Vestri 133 stig
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig  

5. Magni
Lokastaða í fyrra:
 1. sæti í 3. deild 

Þjálfarinn: Atli Már Rúnarsson þjálfar lið Magna fimmta árið í röð. Atli fór með Grenvíkinga upp í 2. deild árið 2006 og þjálfaði liðið þar í tvö ár. Hann tók síðan við Dalvík/Reyni árið 2010 og var þar í tvö ár áður en hann fór aftur til Grenivíkur. Atli er fyrrum markvörður hjá Þór og hálfbróðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða.

Styrkleikar: Magnamenn hafa verið á stanslausri sigurgöngu síðan haustið 2014 og liðið fór alla leið í úrslit í B-deild Lengjubikarsins í vetur. Orri Freyr Hjaltalín er í stóru hlutverki en miðjan er öflug með hann Lars Óla Jessen og Jakob Hafsteinsson. Það er erfitt fyrir lið að mæta á Grenivíkurvöll og Magnamenn ættu að ná í helling af stigum þar í sumar líkt og undanfarin ár.

Veikleikar: Atli Jens Albertsson og Sveinn Óli Birgisson eru horfnir á braut úr vörninni síðan í fyrra en þeir voru í stórum hlutverkum þá. Í fyrra vantað liðinu afgerandi markaskorara en vonir standa til að Kristinn Þór Rósbergsson leysi það hlutverk. Liðið hefur ekki styrkt sig mjög mikið síðan í fyrra og spurning er hvort að hópurinn sé klár í að fara beint úr toppbaráttu í 3. deild upp í toppbaráttu í 2. deild.

Lykilmenn: Kristinn Þór Rósbergsson, Lars Óli Jessen, Orri Freyr Hjaltalín.

Komnir:
Árni Kristinn Skaftason frá Noregi
Ingvar Gylfason frá Þrótti V.
Jakob Hafsteinsson frá KF
Kristinn Þór Rósbergsson frá Þór
Númi Kárason frá Þór
Sveinn Þór Steingrímsson frá Þrótti Vogum

Farnir:
Aron Ingi Steingrímsson í Þrótt Vogum
Atli Jens Albertsson hættur
Jökull Þorri Sverrisson í Víking R.
Sveinn Óli Birgisson til Noregs

Fyrstu leikir Magna:
6. maí Völsungur – Magni
14. maí KF – Magni
21. maí Magni - Sindri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner