Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2016 10:15
Magnús Már Einarsson
Breiðablik gæti lánað spænska kantmanninn
Carrallo í leik á undirbúningstímabilinu.
Carrallo í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik ætlar að skoða möguleikann á að lána spænska kantmanninn Sergio Carrallo.

Sergio samdi við Blika í vetur en hann var ekki í leikmannahópnum gegn Víkingi Ólafsvík í gærkvöldi.

„Hann var veikur alla vikuna og er búinn að vera á sýklalyfjum. Það er aðalástæða þess að hann var ekki í hóp," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Blika við Fótbolta.net í dag.

„Hann er samt að berjast um að komast í hópinn. Ef að Jonathan Glenn hefði verið löglegur þá hefði Sergio eflaust ekki verið í hóp þó hann hefði verið heill heilsu. Hann er á mörkunum að vera í hóp og vera ekki í hóp."

Arnar segir að möguleiki sé á að Sergio fari á lán á næstunni.

„Við erum að skoða möguleikann með lán. Það er verið að kíkja á það í rólegheitum. Við þurfum fyrst að skoða hvað er í boði og sjá síðan í framhaldinu hvað hann hefur áhuga á sjálfur. Ég er búinn að ræða við hann og fara yfir stöðuna."

Sergio er 21 árs gamall en hann var áður á mála hjá unglinga- og varaliði Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner