Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2016 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Spurs: Fer titillinn til Leicester?
Þessir þurfa heldur betur að standa sig í kvöld til að halda vonarneista Tottenham á lífi.
Þessir þurfa heldur betur að standa sig í kvöld til að halda vonarneista Tottenham á lífi.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Chelsea geta tryggt Englandsmeistaratitilinn fyrir Leicester með því að vinna eða gera jafntefli við Tottenham á Stamford Bridge í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:50.

Tottenham getur minnkað forystu Leicester niður í fimm stig með sigri á Brúnni en þyrfti þá að treysta á að Leicester fengi í mesta lagi eitt stig úr síðustu tveimur umferðunum til að eiga möguleika.

Asmir Begovic er á milli stanganna hjá heimamönnum í fjarveru Thibaut Courtois sem er utan hóps. Þá er John Terry í hjarta varnarinnar ásamt Gary Cahill og Nemanja Matic er einnig í byrjunarliði heimamanna.

Cesc Fabregas fær að spila framar en vanalega og er í holunni fyrir aftan Diego Costa, með Willian og Pedro með sér á köntunum.

Tottenham teflir fram sínu hefðbundna byrjunarliði þar sem Heung-Min Son byrjar í fjarveru Dele Alli sem er í leikbanni.

Til gamans má geta að Tottenham vann síðast á Stamford Bridge árið 1990. Síðan þá hefur liðið tapað 18 sinnum á Brúnni og gert 10 sinnum jafntefli. Chelsea hefur aftur á móti aðeins unnið fimm heimaleiki á tímabilinu.

Chelsa: Begovic; Ivanovic, Cahill, Terry, Azpilicueta; Mikel, Matic; Willian, Fabregas, Pedro; Costa.
Varamenn: Amelia, Baba Rahman, Oscar, Hazard, Traore, Kenedy, Loftus-Cheek

Tottenham: Lloris; Walker, Alderweireld, Vertonghen, Rose; Dier, Dembele; Lamela, Eriksen, Son; Kane.
Varamenn: Vorm, Mason, Wimmer, Carroll, Davies, Chadli, N'Jie
Athugasemdir
banner
banner
banner