Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 02. maí 2016 18:21
Elvar Geir Magnússon
Garðabæ
Byrjunarlið Stjörnunnar og Fylkis: Ógnarsterkur Stjörnubekkur
Ólafur Karl Finsen er á bekknum,
Ólafur Karl Finsen er á bekknum,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
í Garðabænum er framundan athyglisverð viðureign sem Valdimar Pálsson sér um að flauta. Stjarnan, sem spáð er 2. sæti, tekur á móti Fylki, sem spáð er 7. sæti. Leikur hefst klukkan 19:15.

Byrjunarliðin eru komin inn.

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - Víkingur
19:15 Stjarnan - Fylkir

Breiddin hjá Stjörnunni kemur bersýnilega í ljós þegar horft er á varamenn dagsins. Daníel Laxdal, Veigar Páll Gunnarsson, Arnar Már Björgvinsson, Ólafur Karl Finsen, Jeppe Hansen og Halldór Orri Björnsson byrja allir á bekknum.

Sveinn Sigurður er í markinu en Duwayne Kerr sem fékk leikheimild á dögunum er ekki í hóp. Kemur til landsins á morgun samkvæmt mínum upplýsingum. Hilmar Árni Halldórsson, Ævar Ingi Jóhannesson og Eyjólfur Héðinsson eru allir í byrjunarliði

Albert Brynjar Ingason er í byrjunarliði Fylkis og leikur í fremstu víglínu að vanda. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en er klár í slaginn. Enginn Ragnar Bragi Sveinsson í liði Árbæinga. Hljóta að vera meiðsli. Búinn að vera mjög öflugur á undirbúningstímabilinu.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
12. Heiðar Ægisson
14. Hörður Árnason
15. Hilmar Árni Halldórsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson
20. Eyjólfur Héðinsson

Byrjunarlið Fylkis:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Tonci Radovnikovic
5. Ásgeir Eyþórsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Jose Enrique Seoane Vergara
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason
16. Tómas Þorsteinsson
18. Styrmir Erlendsson
23. Andri Þór Jónsson

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - Víkingur
19:15 Stjarnan - Fylkir

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner