mán 02. maí 2016 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Gea bestur hjá Man Utd þriðja árið í röð
Mynd: Getty Images
David de Gea er fyrsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem er kjörinn besti leikmaður liðsins á tímabilinu þrjú ár í röð.

De Gea var krýndur fyrr í kvöld á lokakvöldverði Rauðu djöflanna þar sem Sir Matt Busby verðlaunin eru árlega afhend til besta leikmannsins.

„Það er erfitt að lýsa tilfinningunum sem fylgja því að vera valinn besti leikmaður tímabilsins þriðja árið í röð. Ég er í skýjunum," sagði De Gea.

„Þetta er mér sannur heiður og ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið mér."

Chris Smalling var valinn besti leikmaður tímabilsins af leikmönnunum sjálfum og þá átti Anthony Martial mark tímabilsins þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Liverpool í haust.

Cameron Borthwick-Jackson var valinn besti leikmaður U21 flokksins og Marcus Rashford var bestur í U18 flokkinum.

Louis van Gaal tók það skírt fram á kvöldverðinum að markmið tímabilsins væri að vinna titil, en Man Utd mætir Crystal Palace í úrslitaleik FA bikarsins sem verður spilaður laugardaginn 21. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner