banner
   mán 02. maí 2016 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir úr Chelsea - Spurs: Hazard maður leiksins
Mynd: Getty Images
Það er ekki oft sem varamaður hlýtur nafnbótina maður leiksins en í kvöld var það raunin þegar Eden Hazard var skipt inn fyrir Pedro í hálfleik er Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Tottenham.

Hazard gjörbreytti leiknum með innkomu sinni og hleypti lífi í frekar daufan sóknarleik heimamanna á Stamford Bridge.

Miðverðirnir John Terry og Toby Alderweireld voru verstir á vellinum samkvæmt einkunnagjöf Goal en enginn var jafn góður og Hazard sem fékk áttu í einkunn fyrir sinn part í síðari hálfleik.

Hazard var sífellt ógnandi og skoraði jöfnunarmark á 83. mínútu sem tryggði Leicester deildartitilinn.

Chelsea:
Asmir Begovic - 6
Branislav Ivanovic - 6
John Terry - 4
Gary Cahill - 7
Cesar Azpilicueta - 5
Nemanja Matic - 6
John Obi Mikel - 5
Willian - 6
Cesc Fabregas - 7
Pedro - 5
Diego Costa - 6
(Hazard 8) Maður leiksins

Tottenham:
Hugo Lloris - 6
Kyle Walker - 6
Toby Alderweireld - 4
Jan Vertonghen - 5
Danny Rose - 6
Eric Dier - 5
Moussa Dembele - 5
Heung-Min Son - 6
Christian Eriksen - 7
Erik Lamela - 6
Harry Kane - 7
(Mason 5)
Athugasemdir
banner
banner
banner