mán 02. maí 2016 06:00
Mate Dalmay
Firmamót Krombacher og Sparkhallarinnar
Stórglæsileg verðlaun í boði
Mynd: Krombacher
Laugardaginn 7. maí standa Krombacher og Sparkhöllin fyrir glæsilegu firmamóti í knattspyrnu. Mótið hefst klukkan fjögur og stendur til klukkan níu um kvöldið.

Leikið verður efir svokölluðu 5-a-side fyrirkomulagi - 5 leikmenn í hvoru liði og boltinn fer aldrei úr leik. Hver leikur er 10 mínútur og hvert lið má í heildina vera skipað 7 leikmönnum sem skipta leiktíma drengilega á milli sín.

Til að gefa þeim sem tóku ölið fram yfir boltann á sínum tíma tækifæri til að láta ljós sitt skína viljum við beina þeim vinsamlegu tilmælum til þátttökuliða að meðlimir séu ekki að spila í tveimur efstu deildum á Íslandi.

Mótið fer fram við bestu mögulegu aðstæður á fjórum glænýjum og hágæða battavöllum og verður enski sýndur í beinni á risaskjá á meðan mótinu stendur.

Stórglæsileg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin:

1. Utanlandsferð fyrir sigurliðið í höfuðstöðvar Krombacher. Innifalið er flug, gisting og
skoðunarferð um brugghús Krombacher.
2. Sparktímar í boði Sparkhallarinnar næsta haust og fram til áramóta.
3. Út að borða fyrir allt liðið á Ruby Tuesday.

Auk þess eru veigar frá Krombacher innifaldar í mótsgjaldi.

Hámarksfjöldi liða er 20 og gildir sem fyrr að fyrstir koma, fyrstir fá.

Þátttökugjald er 35.000 kr. á lið.

Skráning fer fram á sparkhollin@sparkhollin.

Nánari upplýsingar á: Facebook Krombacher á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner