Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 02. maí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Indriði: Gary reynir að sýna að við höfum gert mistök
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til. Það verður gaman að koma aftur heim eftir öll þessi ár," sagði Indriði Sigurðsson við Fótbolta.net á dögunum en hann spilar í kvöld sinn fyrsta leik á KR-velli síðan árið 1999.

Indriði verður á sínum stað í vörninni þegar KR mætir Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur.

„Þetta hafa verið hörkuleikir. Við töpuðum í fyrstu tveimur en unnum síðasta verðskuldað. Víkingar eru erfiðir andstæðingar. Þeir eru vel mannaðir og eiga eftir að slá frá sér í sumar. Þetta verður mjög erfiður fyrsti leikur."

Gary Martin, framherji Víkings, mætir sínum gömlu félögum í KR í kvöld.

„Gary er flinkur í fótbolta og mun örugglega reyna allt sem hann getur til að sýna að við höfum gert mistök með því að láta hann fara. Við nálgumst þetta eins og hvern annan leik og berum virðingu fyrir andstæðingnum."

Indriði er spenntur fyrir komandi tímabili með KR. „Við erum með gott lið en frekar þunnan hóp. Við erum svolítið háðir því, eins og kannski flest lið, að vera með hópinn heilan."

Indriði spilaði í áraraðir erlendis en hann segir að boltinn á Íslandi sé svipaður og hann bjóst við.

„Þetta er eiginlega alveg eins og ég bjóst við. Ég vissi að við erum tæknilega ekki eftirbátar manna úti í Skandinavíu. Það er atvinnumennnska úti en áhuga/hálf atvinnumennska hér. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Tæknilega séð erum við mun framar en þegar ég fór út fyrir 16 árum en það vantar kannski svolítið upp á líkamlega getu, styrk og hraða. Það er eðlilegt þegar menn úti eru að vinna við þetta allan daginn á meðan hér heima eru menn í vinnu,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner