Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. maí 2016 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Jamie Vardy skaut Harry Kane í bólakaf
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy og Harry Kane hafa verið stórkostlegir á tímabilinu og eru miklir félagar.

Þeir eru í samkeppni um byrjunarliðssæti með enska landsliðinu á EM í sumar eftir að hafa leitt sóknarlínur Leicester City og Tottenham í toppbaráttunni síðustu mánuði tímabilsins.

Leicester tryggði sér loks Englandsmeistaratitilinn í kvöld þegar Chelsea náði 2-2 jafntefli gegn Tottenham og það tók Vardy ekki langan tíma að skjóta Kane á kaf eftir þann leik, en þeir félagarnir hafa átt það til að grínast hvor í öðrum á tímabilinu.

Harry Kane birti mynd á Instagram fyrir tveimur vikum, af fjórum ljónum sem táknuðu aðför Tottenham að toppliði Leicester. Nú hefur Vardy svarað Kane með afar skemmtilegri myndbirtingu á Twitter, en myndirnar er hægt að sjá hér fyrir neðan.

...

A photo posted by Harry Kane (@harrykane) on






Athugasemdir
banner
banner