Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2016 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
John Terry: Sárt að sjá Leicester vinna titilinn
Mynd: Getty Images
John Terry var fyrirliði Chelsea þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jafnteflið tryggði Leicester City sögulegan Englandsmeistaratitil og hrósaði Terry stjóra Leicester, Claudio Ranieri, í hástert að leikslokum. Terry spilaði fyrir Chelsea í fjögur ár undir stjórn Ranieri um aldamótin.

„Þetta var mjög tilfinningaþrunginn leikur og ég vil óska Leicester til hamingju með titilinn því þeir hafa verið frábærir í ár," sagði Terry að leikslokum.

„Ranieri tókst hið ótrúlega, það sem hann hefur áorkað með þessu félagi er magnað og gefur smærri félögum aukna von um árangur. Hann sannaði að þetta snýst ekki einungis um peninga. Ranieri er frábær stjóri og æðisleg manneskja.

„Það er sárt að missa Englandsmeistaratitilinn. Við mættum ekki hingað til að stöðva Tottenham frá því að eiga möguleika á titlinum, það er sárt að sjá Leicester vinna deildina en við mætum tvíefldir til leiks á næsta tímabili."


Það sauð uppúr á nokkrum tímapunktum í leiknum og fengu leikmenn Tottenham níu gul spjöld í leiknum og gætu einhverjir leikmenn liðsins átt yfir höfði sér leikbann fyrir hegðun sína.

„Það sauð uppúr en við skulum ekki snúa þessu upp í vitleysu og setja menn í leikbann. Þetta er nágrannaslagur og áhorfendur vilja sjá þessa ástríðu."
Athugasemdir
banner
banner