Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Montella spenntur fyrir ítalska landsliðinu
Montella stýrir Sampdoria
Montella stýrir Sampdoria
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella, stjóri Sampdoria, segist vera tilbúinn að taka við ítalska landsliðinu þegar Antonio Conte hættir eftir EM í sumar.

Conte tilkynnti það í febrúar að hann myndi hætta með ítalska landsliðið eftir EM, en einnig hefur það verið staðfest að Conte muni taka við Chelsea eftir tímabilið.

Montella er kannski ekki á meðal líklegustu manna í starfið, en Sampdoria hefur átt í vandræðum á þessu tímabili og þá hafa menn eins og Claudio Ranieri, Roberto Donadoni, Fabio Capello og Roberto Mancini verið orðaðir við starfið.

„Landsliðið er hæsti mögulegi árangurinn fyrir þjálfara og ég hef sagt það áður að ég myndi íhuga það ef ég fengi tilboðið,“ sagði Montella þegar hann var spurður út i málið.

Sampdoria á ennþá eftir að tryggja sæti sitt í Seríu A á næsta tímabili, en liðið er í 15. sæti með 40 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner