Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2016 12:12
Magnús Már Einarsson
Sara Björk á leiðinni til Wolfsburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til þýska stórliðsins Wolfsburg en Sydsvenskan greinir frá þessu í dag.

Eins og kom fram á Fótbolta.net í morgun þá er Sara á förum frá sænska félaginu Rosengård.

Wolfsburg er eitt allra besta lið Evrópu um þessar mundir en liðið sigraði Frankfurt 4-1 í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. Wolfsburg mætir því Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þessum mánuði.

Í þýsku úrvalsdeildinni er Wolfsburg í öðru sæti, á eftir FC Bayern.

Sara Björk mun ganga í raðir Wolfsburg þegar samningur hennar hjá Rosengård rennur út í júní.

Sara hefur leikið með Rosengård síðan árið 2011 en hún hefur orðið sænskur meistari með liðinu þrjú ár í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner