Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 02. júlí 2015 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild kvenna: Keflavík og Höttur fá sín fyrstu stig
Maren gerði jöfnunarmark Skagamanna.
Maren gerði jöfnunarmark Skagamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru spilaðir þrír leikir í 1. deild kvenna í kvöld þar sem Keflavík og Höttur fengu sín fyrstu stig á meðan Hamrarnir töpuðu sínum fyrsta leik.

Í A-riðlinum gerði botnlið Keflavíkur jafntefli við ÍA. Leikurinn byrjaði vel fyrir Keflvíkinga sem voru manni fleiri og marki yfir eftir 8 mínútur.

Gestirnir frá Akranesi jöfnuðu rétt fyrir leikhlé en ekkert var skorað í síðari hálfleik og svekkjandi fyrir ÍA sem hefði komist í toppsætið með sigri.

Í C-riðlinum var jafntefli í botnslag Hattar gegn Einherja á meðan Tindastóll lagði toppbaráttulið Hamranna og nálgast þannig Hamrana sem eru tveimur stigum fyrir ofan.

1. deild kvenna A-riðill:
Keflavík 1 - 1 ÍA
1-0 Una Margrét Einarsdóttir ('8)
1-1 Maren Leósdóttir ('45)
Rautt spjald: Hulda Margrét Brynjarsdóttir, ÍA ('8)

1. deild kvenna C-riðill:
Höttur 1 - 1 Einherji
1-0 Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir ('58)
1-1 Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir ('70)

Tindastóll 3 -0 Hamrarnir
1-0 Hugrún Pálsdóttir ('15)
2-0 Hrafnhildur Björnsdóttir ('47)
3-0 Hrafnhildur Björnsdóttir ('53)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner