Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnór Snær framlengir við ÍA
Arnór Snær fagnar marki með Garðari Gunnlaugssyni.
Arnór Snær fagnar marki með Garðari Gunnlaugssyni.
Mynd: Marella Steinsdóttir
Varnarmaðurinn, Arnór Snær Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við ÍA um tvö ár. Þetta kemur frá heimasíðu ÍA.

Arnór Snær gekk til liðs við ÍA frá Aftureldingu haustið 2014 og hefur leikið með ÍA undanfarin tvö ár.

Á heimasíðu ÍA segir að Gunnlaugur Jónsson þjálfari liðsins sé ánægður með að Arnór hafi framlengt samning sinn við ÍA. „Arnór hefur komið mjög sterkur inní mótið og staðið undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar. Það hefur gengið á ýmsu undanfarið hjá liðinu en hann hefur sýnt styrk og stöðugleika á sínu fyrsta tímabili í efstu deild," sagði Gulli í stuttu samtali við vefsíðu félagsins.

„Þetta er búið að vera flottur tími. Þetta er flott félag og umgjörðin er góð. Þjálfarateymið hefur staðið sig vel og sterkur samheldinn hópur sem er gaman að vera partur af," sagði Arnór Snær í viðtali sem birtist í heimasíðu ÍA, sem hægt er að sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner