Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Benedikt Bóas spáir í 9. umferð í 1. deild karla
Benedikt Bóas Hinriksson.
Benedikt Bóas Hinriksson.
Mynd: Morgunblaðið
Maggi Lú skorar úr víti í kvöld samkvæmt spá Benna.
Maggi Lú skorar úr víti í kvöld samkvæmt spá Benna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. umferðin í 1. deild karla hefst af krafti í kvöld en þá eru fjórir leikir á dagskrá.

Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Morgunblaðinu rýndi í leiki umferðarinnar og kom með sína spá.



KA 1 - 2 Víkingur Ó. (19:15 í kvöld)
Þarna hendum við í 2. Bara af því að ég kann vel við Víkinga og þeir skulda mér ennþá bjór.

Fram 1 - 0 HK (19:15 í kvöld)
Framarar kvöddu Laugardalsvöll eftir 50 ára búsetu þar með síðasta leik. Nú leika þeir í Úlfarsárdal. Það verður forvitnilegt í meira lagi. Gervigras og Framhverfi. Kannski verða bara þúsund manns og brjálað stuð. Efast þó. En Framarar taka þetta á nýja vellinum. Segjum 1-0. Maggi Lú skorar úr víti.

Grótta 0 - 0 Selfoss (19:15 í kvöld)
Samanlagt hafa þessi lið skorað níu mörk. Níu. Grótta tvö og Selfoss sjö. Það er því lykt af steindauðu 0-0 jafntefli. Auðvelt x.

Haukar 1 - 4 Þróttur (19:15 í kvöld)
Þróttarar eru á leiðinni í gott prógram í júlí. Haukar núna, svo Grótta, Selfoss, Þór og svo BÍ/Bolungarvík. Þeir gætu því verið komnir með annan fótinn upp um verslunarmannahelgina. Spurning hvort þeir skelli sér ekki til Eyja, hrynji í það og komist ekki upp. Það væri fyndin saga. En ég ætla að giska á að þeir fari taplausir í gegnum júlí. 2 á þennan.

Þór 2 - 1 Grindavík (19:15 á morgun)
Það voru að koma skilaboð. Hvaða skilaboð. Þetta er eitt uppáhalds stuðningsmannalagið mitt. Þórsarar verða að skeina sér eftir snautlegt tap gegn Gróttu í síðustu umferð. Hef trú á þeim, held að blaðran sé ekki sprungin.

Fjarðabyggð 3 - 0 BÍ/Bolungarvík (14:00 á laugardag)
Austrið gegn Vestrinu. Ef þetta væri NBA leikur væri þetta stórkostlegur leikur en þar sem þetta er í fyrstu deildinni þá má gera ráð fyrir baráttu og stuði. Held að Fjarðabyggð haldi áfram siglingu sinni og landi þessum sigri.
Athugasemdir
banner
banner