Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júlí 2015 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Bjarni Guðjóns: Erfitt að meta styrkleikann
Bjarni Guðjónsson þjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
KR-ingar mæta Cork City frá Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld ytra. Leikurinn hefst 18:45 að íslenskum tíma.

KR-ingar flugu til Írlands á þriðjudagsmorgun og hafa því haft góðan tíma í Írlandi til að undirbúa sig fyrir leikinn.

„Við reynum að nálgast þennan leik eins og alla aðra leiki. Það eru alltaf nokkrir óvissu þættir þegar þú ert að mæta liðum sem þú hefur aldrei spilað við áður og lítið séð til," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR sem hefur lítið séð til Cork City liðsins, þó eitthvað.

„Við þurfum eflaust að þreyfa á þeim fyrst og sjá síðan hvernig leikurinn þróast."

„Þeir eru líkamlega sterkir og eru í góðu formi. Þeirra tímabil er í gangi núna og þeir eru mjög beinskeittir. Þeir nota hvert tækifæri sem þeir fá, til að koma boltanum inn í teig."

Barni segir að allir leikmenn KR séu klárir í slaginn og það verði engar stórkostlegar áherslu breytingar fyrir leikinn.

„Þó svo að við höfum séð þá í öðrum leikjum, þá er það gegn liðum sem er í þeirra deild og það er erfitt að meta styrkleika á milli deildanna."

„Við höldum okkur við okkar leik," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR frá Cork í Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner