Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2015 15:50
Arnar Daði Arnarsson
Breiðablik hefur áhuga á Emil Atla
Emil Atlason er á leið heim.
Emil Atlason er á leið heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn, Emil Atlason sem er samningsbundinn KR er á leið heim eftir lánsdvöl í Þýskalandi.

Ólíklegt þykir að Emil snúi aftur í raðir KR og nokkur félög á Íslandi hafa áhuga að fá kauða. Orðrómur er upp um að Emil, gæti gengið til liðs við Breiðablik.

„Það er ný tilkomið að það sé möguleiki að hann sé að koma heim og hann verður ekki í KR. Við erum að skoða okkar möguleika á að fá hann en við flýtum okkur hægt í þessu."

„Fótboltalega séð er Emil spennandi leikmaður. Við erum að skoða þetta en það er ekki komið neitt lengra en það," sagði Arnar.

Breiðablik hefur enn áhuga að fá Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmann KR en Arnar segir að lítið gerist í þeim efnum fyrr en félagaskiptaglugginn opni um miðjan mánuðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner