Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 02. júlí 2015 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: KR gerði jafntefli á Írlandi
Óskar Örn gerði jöfnunarmark KR sem er í góðri stöðu fyrir síðari viðureignina.
Óskar Örn gerði jöfnunarmark KR sem er í góðri stöðu fyrir síðari viðureignina.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
KR heimsótti Cork City til Írlands og lenti undir á 19. mínútu þrátt fyrir kröftuga byrjun.

Óskar Örn Hauksson jafnaði fyrir KR níu mínútum eftir opnunarmarkið og var staðan jöfn í hálfleik.

Bæði lið fengu tækifæri til að sigra leikinn þó að KR-ingar hafi átt fleiri skot í leiknum og munaði litlu að heimamenn stælu sigrinum undir lokin.

West Ham lenti þá ekki í erfiðleikum með Lusitanos frá Andorru og Linfield lagði færeyska liðið NSI Runavik er liðin mættust í Norður-Írlandi.

Síðari leikirnir verða spilaðir eftir viku og eru KR-ingar í góðri stöðu fyrir heimaleikinn.

Cork City 1 - 1 KR
1-0 Alan Bennett ('19 )
1-1 Óskar Örn Hauksson ('28 )

West Ham 3 - 0 Lusitanos
1-0 Diafra Sakho ('40 )
2-0 Diafra Sakho ('45 )
3-0 James Tomkins ('58 )

Linfield 2 - 0 NSI Runavik
1-0 Andrew Waterworth ('57 )
2-0 Guy Bates ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner