Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júlí 2015 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Víkingar töpuðu fyrir Koper
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur R. 0 - 1 FC Koper
0-1 Matej Pucko ('77)

Slóvenska liðið FC Koper náði góðum úrslitum gegn Víkingi Reykjavík í Víkinni í lokaleik kvöldsins í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Víkingur var miklu betri í fyrri hálfleik en kom boltanum ekki í netið. Gestirnir frá Slóveníu komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og fengu nokkur færi áður en jafnvægi færðist aftur á leikinn.

Bæði lið hefðu getað skorað áður en Matej Pucko kom Koper yfir með mögnuðu skoti af 25 metra færi. Boltinn barst til Pucko eftir hornspyrnu og hann smellhitti boltann sem söng í netinu.

Víkingar reyndu sitt besta og skoruðu rangstöðumark áður en leiknum lauk með eina íslenska tapi kvöldsins í Evrópudeildinni.

FH vann SJK í Finnlandi og KR gerði jafntefli við Cork City á Írlandi. Liðin mætast öll aftur næsta fimmtudag og þá þurfa Víkingar að skora tvö í Slóveníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner