Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 11:40
Elvar Geir Magnússon
FH, KR og Víkingur í Evrópuverkefnum í dag
Það verður mikið um dýrðir á Víkingsvelli.
Það verður mikið um dýrðir á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Gunnlaugur Júlíusson
FH, KR og Víkingur leika í dag fyrri leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Víkingar eiga heimaleik en FH og KR leika ytra.

FH hefur leik en liðið heimsækir finnska liðið SJK Seinäjoki í Helsinki. Leikurinn hefst 16:00 að íslenskum tíma.

„Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið vilja halda boltanum innan liðsins, en þessi lið mættust eins og kunnugt er á æfingamóti á Marbella á Spáni á vormánuðum. Í þeim leik hafði finnska liðið betur 2-0," segir á fhingar.net.

Bikarmeistarar KR mæta Cork frá Írlandi en sá leikur hefst 18:45 og verður í beinni lýsingu í KR-útvarpinu. Við munum setja inn tengil á útsendinguna rétt fyrir leik en með því að smella hér má lesa viðtal við Bjarna Guðjónsson þjálfara.

Það er stór stund í Víkinni 19:15 þegar flautað verður til leiks Víkings og Koper frá Slóveníu. Alexander Freyr Einarsson, fréttamaður okkar, stýrir beinni textalýsingu frá leiknum. Með því að smella hér má lesa viðtal við Milos Milojevic, þjálfara Víkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner