Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. júlí 2015 12:45
Arnar Daði Arnarsson
Gunnar Kristjáns æfir með ÍA - Garðar byrjaður að æfa
Gunnar Kristjánsson æfir með Skagamönnum
Gunnar Kristjánsson æfir með Skagamönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Kristjánsson æfir þessa dagana með Skagamönnum en þetta staðfesti Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA.

Gunnar hefur verið í námi erlendis og hefur því ekkert spilað með KV í 2. deildinni í sumar. Hann lék með þeim í 1. deildinni í fyrra.

Gunnlaugur segir að það séu líkur á því að þeir semji við Gunnar en fyrst þurfi hann að sýna sig og sanna.

Garðar Gunnlaugsson sem glímt hefur við meiðsli í hné að undanförnu æfði með ÍA í gær og verður að öllum líkindum klár í næstu umferð. ÍA mætir þá ÍBV í botnbaráttuslag, 12. júlí.

Gunnlaugur segir að Skagamenn séu í leit að styrkingu en það sé þó ekkert í höfn ennþá en það skýrist vonandi á næstu dögum. Skagamenn eru í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig að loknum tíu umferðum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner