Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. júlí 2015 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Ismar Tandir líklega á förum frá Breiðabliki
Ismar í leik gegn KR í byrjun sumars.
Ismar í leik gegn KR í byrjun sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Ismar Tandir er að öllum líkindum á förum frá Breiðabliki en Slóvenía er líklega næsti áfangastaður hans.

„Þar er þjálfari sem þekkir hann úr U21 árs landsliði Bosníu og held að það séu ágætis líkur á að hann fari þangað," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

Ismar kom til Breiðabliks í vetur en hann hefur ollið vonbrigðum og í síðustu leikjum hefur hann verið utan leikmannahóps.

„Hann er ekki sáttur við stöðuna. Hann vill fá að spila og hefur háleit markmið í fótbolta. Hann er ekki sáttur við að vera á bekknum eða fyrir utan hóp."

Ismar kom við sögu í tveimur leikjum í Pepsi-deildinni í maí og í leik gegn KFG í Borgunarbikarnum í byrjun mánaðar en síðan ekki söguna meir.

„Við erum með mikið af ungu mjög efnilegum strákum og ef við ætlum að vera með útlending þarf hann að vera töluvert betri en þeir. Hann hefur ekki verið að sýna alveg nóg til að sannfæra okkur," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner