Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2015 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Kondogbia kominn til Inter (Staðfest)
Kostaði rúmar 40 milljónir evra
Mynd: Getty Images
Inter er búið að staðfesta komu franska varnartengiliðsins Geoffrey Kondogbia til félagsins og er hann þriðji dýrasti leikmaður sem félagið hefur nokkurn tímann keypt.

Kondogbia kemur frá franska félaginu AS Monaco og er kaupverðið talið vera um 30 milljónir punda, eða rúmar 40 milljónir evra.

Kondogbia er aðeins 22 ára gamall og gerði hann garðinn fyrst frægan hjá Lens í Frakklandi. Sevilla keypti Kondogbia á tvær milljónir og eftir frábært tímabil á Spáni keypti nýlega ríkt lið Monaco miðjumanninn trausta.

Hjá Monaco hefur Kondogbia gert góða hluti og hefur hann verið eftirsóttur af liðum á borð við Arsenal, Real Madrid og Chelsea síðustu tvö ár.

Kondogbia er búinn að gera fimm ára samning við ítalska félagið þar sem hann fær rúmlega 80 þúsund evrur í vikulaun, eða því sem samsvarar 57 þúsund pundum sem eru tæpar 12 milljónir íslenskra króna.

Umboðsmaður Kondogbia hefur áður gefið út að leikmaðurinn hafi mikla trú á verkefninu sem er í gangi hjá Inter, enda kaus hann Inter þrátt fyrir að geta fengið talsvert hærri laun hjá öðrum félögum.
Athugasemdir
banner
banner