Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Liverpool nálægt því að landa Benteke
Powerade
Benteke er áfram orðaður við Liverpool.
Benteke er áfram orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Toby Alderweireld er orðaður við Tottenham.
Toby Alderweireld er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Nýr dagur, nýr slúðurpakki. Ensku blöðin hætta aldrei að slúðra!



Manchester United hefur reynt að selja Robin van Persie síðan í janúar en Pierer van Hooijdonk, fyrrum liðsfélagi hans, heldur þessu fram. (Daily Mirror)

Besiktas vonast til að geta krækt í Van Persie. (Sun)

Neil Lennon, stjóri Bolton, er líklegastur til að taka við Leicester af Nigel Pearson. Lennon spilaði á sínum tíma með Leicester. (Guardian)

Manchester City missir líklega af Paul Pogba miðjumanni Juentus eftir að Barcelona bauð 56,7 milljónir punda í leikmanninn. City færist aftur á móti nær því að krækja í Kevin De Bruyne frá Wolfsburg. (Daily Mail)

Aston Villa er að kaupa miðjumanninn Idrissa Gueye á 6,5 milljónir punda en Fabian Delph gæti farið í kjölfarið. (Sun)

Thomas Muller segist sáttur hjá FC Bayern en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Daily Express)

Chelsea ætlar að bjóða átta milljónir punda í Asmir Begovic markvörð Stoke. (Daily Telegraph)

Liverpool er við það að krækja í Christian Benteke framherja Aston Villa. (Talksport)

Tottenham er í viðræðum um kaup á Toby Alderweireld. Belginn er á mála hjá Atletico Madrid en hann var á mála hjá Southampton á síðasta tímabili. (London Evening Standard)

West Ham vill fá Carl Jenkinson bakvörð Arsenal á láni annað tímabilið í röð. (Daily Mail)

Sunderland vonast til að krækja í Marco van Ginkel á láni frá Chelsea en nágrannarnir í Newcastle hafa líka áhuga. (Veotbal International)

Abou Diaby er í viðræðum við FC Dallas í Bandaríkjunum en hann er félagslaus eftir að hafa farið frá Arsenal. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner