Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2015 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Martin Montoya lánaður til Inter (Staðfest)
Kveður Barcelona með söknuði
Kveður Barcelona með söknuði
Mynd: Getty Images
Martin Montoya er genginn til liðs við Inter Milan en hann kemur á tveggja ára lánssamningi frá Barcelona.

Inter mun hafa forkaupsrétt á leikmanninum þegar láninu lýkur en sjálfur vonast Montoya eftir því að komast að hjá Barcelona síðar meir.

„Ég er svekktur yfir því að vera á förum en Luis Enrique sagði mér að hann ætlaði ekki að nota mig. Ég verð hér á láni í tvö ár en vonandi mun ég geta farið aftur til Barca", sagði Montoya.

Hann vildi losna frá Barcelona í janúar síðastliðnum en vegna óvissu um framtíð Dani Alves var Katalóníurisinn ekki tilbúinn að losa sig við kappann á þeim tíma. Nú hefur Alves hinsvegar framlengt samning sinn og þá hefur liðið fest kaup á Aleix Vidal frá Sevilla.

Það er mikið að gera á skrifstofu Inter þessa dagana en í gær var tilkynnt um kaupin á Joao Miranda frá Atletico Madrid. Í síðustu viku keypti félagið hinn eftirsótta Geoffrey Kondogbia frá Monaco.

Það er því ljóst að Roberto Mancini mun stilla upp mikið breyttu liði á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner