Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2015 06:30
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Eiður Smári með meistaratakta í fótboltagolfi
Mynd: Skemmtigarðurinn
Nýr fótboltagolfvöllur opnaði í Skemmtigarðinum í Grafarvogi um helgina en í gær var vígsluathöfn á vellinum þar sem knattspyrnukapparnir og landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjonsen og Alfreð Finnbogason ásamt Karenu Ómarsdóttur knattpspyrnukonu mættu golfurunum Birgi Leif Hafþórssyni, Ólafi Loftsyni og Emil Þór Ragnarssyni í léttum leik.

Leikar voru æsispennandi þar sem að golfarararnir tóku strax forystu, enda alvanir að lesa nýja velli þar sem verið er að spila á í fyrsta sinn en atvinnumennirnir í knattspyrnu byrjuð rólega og fikruðu sig áfram með tilraunum með mismunandi skottilbrigði. Spilaðar voru 9 holur.

Þegar leið á keppnina duttu knattspyrnukapparnir í gang og drógu á golfarana en Birgir Leifur sagði að þeir hefðu náð að verjast í blálokin undir mikilli pressu og meistaratöktum landsliðsmannanna þar sem Eiður sýndi mikil tilþrif og snéri boltanum nokkrum sinnum með utanfótarspyrnum upp á grínin golfurunum til mikillar mæðu.

Endanlegt samanlagt skor var 115-111 og unnu golfararnir því með 4 spörkum. Fótboltagolfið opnar i dag fyrir almenningi og er opið til kl 22 í kvöld og á morgun sunnudag. Skemmtigarðurinn hefur ákveðið að stilla verðin í hóf og kostar einungis kr 1500 og mega leikmenn spila eins marga hringi eins og þá lystir. Nánari upplýsingar má nálgast á www.skemmtigardur.is.

Athugasemdir
banner
banner
banner