fim 02. júlí 2015 11:12
Elvar Geir Magnússon
Segir að arfleifð Eiðs hjá Bolton gæti beðið hnekki
Eiður í leik með Bolton.
Eiður í leik með Bolton.
Mynd: Getty Images
Allt virðist stefna í að Eiður Smári Guðjohnsen yfirgefi Bolton og haldi í kínversku deildina. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir stuðningsmenn Bolton sem vonuðust eftir að halda íslenska landsliðsmanninum.

Marc Iles, helsti fótboltablaðamaður The Bolton News skrifar pistil undir fyrirsögninni: „Peningarnir tala þegar Eiður nálgast útgöngudyrnar hjá Bolton".

Pistillinn hefst á þessum orðum: Eiður Guðjohnsen valdi klárlega rang­an tíma til þess að biðja um launa­hækk­un hjá Wand­erers og arf­leifð hans hjá fé­lag­inu gæti beðið hnekki,"

„Eftir endurkomu á síðasta tímabili sem líktist ævintýri lítur út fyrir að sagan muni fá leiðinlegan endi. Nú í viðræðum um stóran samning í Kína er allt útlit fyrir að vonir um að þessi vinsæli leikmaður endi ferilinn hjá félaginu sem hann kallaði „heimili sitt" séu litlar," skrifar Iles.

Hann lýsir því jákvæða andrúmslofti sem hafi ríkt þegar Eiður kom aftur til Bolton eftir 14 ára fjarveru. Neil Lennon knattspyrnustjóri hafi sagt að Eiðir hafi enn upp á mikið að bjóða og hafi svo sannarlega haft rétt fyrir sér. Ekki einungis hafi Íslendingurinn sýnt gæði á vellinum heldur einnig reynst fyrirmynd og kennari fyrir yngri leikmenn.

Fjárhagur Bolton er ekki sterkur en greinilegt að líklegt brotthvarf Eiðs er ekki að leggjast vel í stuðningsmenn liðsins. Með því að smella hér má lesa pistilinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner