Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. júlí 2016 08:00
Magnús Már Einarsson
Djorkaeff um Ísland: Endurkoma hjá einföldum fótbolta
Icelandair
Youri Djorkaeff.
Youri Djorkaeff.
Mynd: Getty Images
Youri Djorkaeff, fyrrum landsliðsmaður Frakka, segir að gott gengi Íslands, Ítalíu og Wales á EM marki endurkomuna hjá einföldum fótbolta.

Wales er komið í undanúrslit á EM eftir sigur á Belgum í gær en Ítalía mætir Þýskalandi í 8-liða úrslitum í kvöld og á morgun mætir Ísland liði Frakka.

Spánverjar unnu EM 2008 og 2012 sem og HM 2010 þar sem liðið hélt boltanum mun meira en andstæðingurinn og notaði margar sendingar í átt sinni að marki. Djorkaeff segir að slíkur leikstíll sé búinn.

„Ísland, Ítalía og Wales eru að endurspegla endurkomu á einföldum fótbolta," sagði Djorkaeff.

„Spænska tímanum er lokið."

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner