Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. ágúst 2014 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mark Hughes hefur mikla trú á Bojan Krkic
Mark Hughes, þjálfari Stoke.
Mark Hughes, þjálfari Stoke.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, þjálfari Stoke segir að liðsandinn hjá Stoke muni hjálpa Bojan Krkic að slá í gegn hjá liðinu.

Krkic kom til Stoke á fjögurra ára samning eftir að hafa lítið fengið að spreyta sig hjá Barcelona síðustu ár en hann þótti afar efnilegur á sínum tíma.

Hinn 23 ára Krkic spilaði sína fyrstu leiki fyrir aðalliðið árið 2007 en færði sig til Roma á 10 milljónir punda áður en hann fór aftur til Barcelona eftir að hafa verið á láni hjá AC Milan.

Hann var hins vegar lánaður aftur út og var hann hjá Ajax á síðustu leiktíð og segir Hughes hann ekki hafa átt góðu gengi að fagna.

En Hughes er sannfærður um að hann mun láta finna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni með hjálp liðsfélaga sinna.

,,Það sést langar leiðir að hann er toppleikmaður. Hann er ungur og vill sanna sig á ný."

,,Mikið af fólki hefur efast um gæði hans en það þarf bara að ná því besta út úr honum. Hann er góður strákur og við erum með nokkra spænska leikmenn sem ættu að hjálpa."

,,Eftir að hafa talað við hann, þá sést það að leikmenn Ajax hjálpuðu honum ekki og það hefur gert þetta erfitt. Það ætti ekki að vera vandamál hér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner